Frá Hörgshlíð í Mjóafirði til Vatnsfjarðar við Ísafjarðardjúp.
Einnig er hægt að fara austan Neðra-Selvatns og vestan Fremra-Selvatns. Frá norðausturhorni Fremra-Selvatns er hægt að ganga vestur með Karlmannaá niður í Mjóafjörð.
Förum frá Hörgshlíð norðaustur á Hörgshlíðarfjall í 200 metra hæð og svo um Hörgshlíðardal austan við Fremra-Selvatn. Síðan vestan við Neðra-Selvatn, norður Vatnsfjarðardal og um Skyrgeil að Vatnsfirði.
12,8 km
Vestfirðir
Nálægar leiðir: Eyrarfjall.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort