Vatnshlíð

Frá Einarsstöðum í Reykjadal um Vatnshlíð og Vestmannsvatn að Hraunsrétt í Aðaldal.

Skógurinn í Vatnshlíð hefur mjög látið á sjá, enda ekki friðaður.

Förum frá Einarsstöðum austur yfir sléttlendið, yfir Reykjadalsá og upp á þjóðveg 846. Við förum með þeim vegi til norðurs að Ökrum, þar sem við förum áfram með fjallshlíðinni ofan við Halldórsstaði. Síðan beint áfram norður Vatnshlíð meðfram Vestmannsvatni að austanverðu, um hlað í Fagranesi og áfram heimreið að þjóðvegi 854. Við förum austur þann veg um einn kílómetra og síðan norður um Fögrufit að Þúfuvaði á Laxá í Aðaldal. Handan árinnar förum við norðaustur að Hraunsrétt.

13,5 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Hvammsheiði, Nafarvað.
Nálægar leiðir: Kinnarfell, Fljótsheiði, Heiðarsel, Máskot.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson