Vatnsleysuströnd

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá hesthúsahverfi í Hafnarfirði um Vatnsleysuströnd til Reykjanesbæjar.

Wikipedia segir um Vatnsleysuströnd: „Ströndin er um 15 km að lengd. Á ströndinni voru margir bæir sem yfirleitt voru nokkrir saman í byggðahverfum nálægt bestu lendingunum. Öflug árabátaútgerð var frá mörgum býlum öldum saman, enda stutt á miðin. Á vetrarvertíð voru vermenn úr öðrum byggðarlögum þar til viðbótar við heimamenn. Auk útræðis áttu bændur kýr og kindur og höfðu féð á sumrin í seljum upp í Strandarheiði. … Vatnsból skortir ekki á ströndinni eins og ætla mætti af nafninu, í hrauninu meðfram ströndinni kemur víða upp ferskvatn en inn til landsins finnst það ekki. Upp af ströndinni sunnanverðri liggur Strandarheiði. Þar var áður beitiland, grasi og kjarri vaxið, en heiðin er nú mikið til gróðurlaus.”

Förum frá hesthúsahverfi Sörla sunnan Vatnshlíðar og norðan Selhöfða austur yfir Ásbraut og síðan áfram vestsuðvestur með línuvegi suður fyrir Kúagerði. Þar sveigjum við til norðvesturs og förum yfir þjóðveg 41 að Minni-Vatnsleysu. Þar förum við með vegi 420 vestur ströndina og síðan suður um Voga og vestur á Vogastapa allt til Innri-Njarðvíkur.

35,8 km
Reykjavík-Reykjanes

Nálægar leiðir: Undirhlíðar, Selvogsgata, Helgafell, Sauðbrekkugjá, Snókafell, Vatnsleysuheiði, Sandakravegur, Skógfell, Stapafell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson