Í Suðurárbotnum spýtist áin fullþroska út úr kanti Ódáðahrauns. Milli botna Suðurár og Krákár erum við á hluta Biskupaleiðar. Hún lá frá Ferjufjalli við við Jökulsá á Fjöllum norðan Kerlingardyngju, yfir botnana og síðan um Ódáðahraun til Kiðagils undir Sprengisandi. Það hefur verið himnaríki að komast í gróðurvinjar Suðurárbotna eftir strangar og vatnslausar ferðir um eyðimerkur sanda og hrauns. Þar breiðir áin úr sér milli hárra og gróinna bakka. Þar syngja heiðafuglar í hólmum. Hestarnir teyga vatnið í tuglítra vís. En allt fóður þurfum við flytja á staðinn, þetta er í 400 metra hæð.