Vaxandi óvinsældir

Punktar

Umfangsmikil skoðanakönnun í Evrópu hefur ljóst, að mikil andstaða fólks gegn Bandaríkjunum og stríðsrekstri þeirra hefur stöðugt farið harðnandi. Ljóst þykir, að stefna og framkoma George W. Bush Bandaríkjaforseta hefur ekki bara leitt til andstöðu í Evrópu gegn honum og málefnum hans, heldur einnig gegn Bandaríkjunum yfirleitt. Fyrir ári töldu menn eðlilegt, að Bandaríkin hefðu forustu fyrir Vesturlöndum, en nú telur meirihluti það vera óeðlilegt. Breytingin hefur orðið sérstaklega ör í Þýzkalandi, þar sem menn voru áður miklir Bandaríkjavinir. Thomas Crampton segir frá þessu í International Herald Tribune.