Til fyrirmyndar er birting Svipunnar á veðbókarvottorðum þingmanna. Þjóðin þarf að vita um skuldbindingar valdastéttarinnar. Þær kunna að skýra gerðir þingmanna og gera kjósendum kleift að meta fjárhagslega ábyrgðartilfinningu á þeim bæjum. Nú þurfa naskir blaðamenn að rýna í vottorðin og túlka þau fyrir okkur sauðsvörtum almúganum. Næsta mál er svo að fá afskriftalista fjármálastofnana í málum yfirstéttarinnar, einkum þingmanna. Við þurfum að fá að vita, hverjir það eru, sem njóta forréttinda hjá lánveitendum umfram venjulega plebba. Opið og gegnsætt samfélag á að vera markmið nýs Íslands.