Tómt mál er að tala um að selja orkuver og fossa, jarðvarma og fiskimið til að grynna á skuldum ríkisins. Þetta eru auðlindir þjóðarinnar og verða ekki lagðar undir í glórulausum fjárglæfrum frjálshyggjustjórna Davíðs og Geirs. Ef þjóðin getur ekki borgað skuldir frjálshyggjunar, þá getur hún það bara ekki. Engar veðsetningar auðlinda mega verða inni í þeirri mynd.