Veður í peningum

Punktar

Hreiðar Már Sigurðsson gengur enn laus og hefur meira fé í handraðanum en gildir bankastjórar höfðu áður fyrr. Þar á ofan fær hann sérstakan afslátt í Seðlabankanum fyrir að flytja 500 milljónir af fénu til Íslands. Sértæk aðgerð bankans til að ná inn peningum frá Tortola og öðrum aflandseyjum. Í verðbréfaskráningu kemur fram, að Hreiðar Már leggur fé í eignarhaldsfélagið Gistiver, þar sem hann er prókúruhafi. Svo virðist því sem hann hafi fullar hendur fjár, þótt hann hafi keyrt Kaupþing í slitameðferð. Hefur því verið að gera ýmislegt annað í bankanum en gæta að velgengni og velferð bankans.