Sumir viðskiptavina félagskerfisins kunna að vefja vandamálafræðingum um fingur sér. Þeir hafa líka lag á að gera fjölmiðla meðvirka. Meðaumkun samfélagsins vekur nokkrar spurningar. Telst til mannréttinda að tala fyrir tíuþúsund krónur á mánuði í farsíma? Telst brýnt að geta keðjureykt sígarettur? Eiga menn bágt, sem eru ekki flottir í tauinu? Ber samfélagið ábyrgð á, að öllum líði vel? Stefna félagslegrar velferðar er sumpart komin út í öfgar hér á landi. Hún var hugsuð sem öryggisnet, en ekki ávísun á bílífi á kostnað skattgreiðenda. Velferðin átti að lina vanda, ekki leysa.