Rúv.is segir í gær, að “umræddur fíkniefnabrotamaður” hafi tapað máli gegn “fyrrverandi ritstjóra og blaðamanni” Blaðsins. Slíkt er nafnleysi sumra fjölmiðla í dag. Svo geld er sum blaðamennska orðin hér. Fréttamenn skjálfa af ótta við Persónuvernd. Hversu margir eru fyrrverandi ristjórar Blaðsins? Er ekki nærri þeim öllum höggvið í texta fréttar Rúv? Kemur kannski frétt í Rúv.is um, að “gullsmiður í Fálkagötu” sé sakaður um að hafa nauðgað hinni frægu “konu í Vesturbænum”? Því getur Rúv.is ekki sagt sannleikann í þessu máli? Að Sigurjón Egilsson var sýknaður af kæru Franklíns Steiner.