Ólafur Ragnar Grímsson er fyrsti forseti Íslands, sem ekki getur ungað út úr sér skammlausri yfirlýsingu í áramótaávarpi um, hvort hann hyggist sitja eða standa upp. Í stað íslenzku notar hann tungumál véfrétta. Hann er enn sami framsóknarmaðurinn og hann var í upphafi ferils síns, já, já og nei, nei. Aðrir forsetar höfðu hreint borð um áramót, af eða á. En talsmaður útrásar íslenzkra bófa telur sig þurfa að vinna tíma. Finna, hvaðan vindurinn blæs þessu sinni. Þegar hann segir “Nei, en”, er hann að biðja fíflin, sem styðja hann, um áskorun og undirskriftir. Svo hann geti farið að segja: “já, en.”