Vefþreyta þjóðmálaumræðu

Punktar

Vefþreyta er að magnast í þjóðmálaumræðu á Íslandi. Silfur Egils á vefnum hefur ekki hreyfzt síðan í sumar og mikið af forsíðuefni Pressunnar hefur verið uppi vikum og sumt mánuðum saman. Góðir höfundar eru hættir að láta í sér heyra. Dagleg breyting er enn á forsíðu Deiglunnar, en hreyfingin er minni en áður og efnið flokksvænna og leiðinlegra, hæfilegt til skoðunar einu sinni í viku. Kreml og Múrinn og VefÞjóðviljinn hafa verið svo daufar slóðir, að ég nenni að fletta þeim upp aðra hverja viku. Töluverð umræða er hins vegar á nafnlausum spjallrásum, en hún er eðli málsins samkvæmt ekki á háu plani og vekur aðeins geispa. Veit einhver af íslenzkri slóð, sem vert er að skoða daglega? Sendu póst á jonas@hestur.is.