Vefur étur pappír

Fjölmiðlun

Ekkert getur hindrað, að vefur taki við af pappír sem fréttamiðill okkar. Hefðbundin dagblöð sæta fækkandi áskrifendum, því að ungt fólk kaupir ekki fréttir. Fríblöð standa betur, en munu falla í næstu lotu, er auglýsingar hverfa af pappír yfir á vef. Enn hefur að vísu ekki orðið til frambærilegt viðskiptaumhverfi á vefnum. Fyrr mun umhverfið spillast á pappírnum og millibilsástandið verður erfitt. Fæstir útgefendur átta sig á, hversu alvarlegt málið er. Frétttamennska verður um tíma nöturlegri en áður vegna niðurskurðar útgjalda. Löngu síðar mun vonandi aftur birta. Og þá á vefnum.