Vefurinn bætir greinar

Punktar

Jane Intelligence Review er virðulegt tímarit, sem fjallar um ný vopn. Það sendi fyrirhugaða grein á vefsvæðið Slashdot til að fá umræðu um hana, áður en hún yrði birt. Bloggarar tóku sumir til óspilltra málanna og hökkuðu niður greinina. Jane tók tillit til sumra athugasemda og breytti greininni fyrir birtingu. Staðreyndin er nefnilega sú, að meðal hundrað áhugamanna er samtals meira vit á hverju máli en einn blaðamaður hefur. Með því að virkja þessa hundrað verða greinar betri. Þetta minnir sumpart á, að vísindarit láta jafnan óháða fræðimenn fara yfir greinar áður en þær eru birtar.