Vefurinn kemur

Punktar

Ekkert getur hindrað vefinn í að taka yfir hlutverk fjölmiðlunar hægt eða hratt. Unga fólkið vill fá fréttir í tölvu, lófatölvu, iPod eða síma. Það vill meiri hraða en prentið getur boðið og meiri gagnvirkni en sjónvarpið getur boðið. Núverandi skipan fjölmiðlunar er dæmd til að riðlast. Ísland verður nokkrum árum á eftir Bandaríkjunum í þessu ferli. Við getum því lært á framtíðina með því að fylgjast með þróun mála þar. Enn eru lykilatriði í óvissu, einkum fjármögnun metnaðar á tímum ókeypis fjölmiðlunar.