Vefurinn virkar

Punktar

Tekjur af auglýsingum á internetinu í Bretlandi eru nú komnar fram úr auglýsingum í dagblöðum. Þær hafa vaxið hröðum skrefum á allra síðustu árum, eftir að hafa verið lengi að komast í gang. Það er ekki flatarmál í borðum, sem gefur tekjur, heldur umferðarþungi í leitarvélum. Það sá fjöldi notenda, sem smellir til að sækja auglýsingu eða kynningu. Sérfræðingar í auglýsingafræðum spá, að markaðshlutdeild netsins muni enn aukast ört á næstu árum. Google er sá aðili, sem mest græðir á þessu nú, en dagblöð hafa einnig verið dugleg við að koma sér fyrir á vefnum.