Vegakort sáttar um stríð

Punktar

Tvö vegakort þarf að teikna til að ná vestrænni sátt um árás á Írak. Í fyrsta lagi þarf að teikna vegakort að friði í Palestínu, sem er leiðin að hjarta Miðausturlanda. Vegakortið felur í sér stöðvun landnáms og brotthvarf Ísraelshers af hernumdu svæðunum og yfirtöku Atlantshafsbandlagsins á löggæzlu í Palestínu og landamæragæzlu milli Ísraels og Palestínu. Um þetta fjallar Steven R. Weisman í New York Times. Í öðru lagi þarf að teikna vegakort að stjórn Íraks eftir innrásina. Vegakortið felur í sér, að enginn fyrrverandi Saddamisti eða Baath-flokksfélagi taki völdin, heldur hópar landflótta stjórnarandstæðinga, sem undirbúa borgaralegt sambandsríki Kúrda, Sjíta og Súnna og kosningar í sambandsríkinu. Um þetta fjallar Craig S. Smith í New York Times. Bæði vegakortin þurfa að vera heiminum sýnileg, áður en árás á Írak fær siðgæðisstimpilinn, sem hún hefur alls ekki núna.