Vegakortið rifið

Punktar

George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur rifið vegakort friðar í Miðausturlöndum með því að fallast í öllum atriðum á tillögur Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, um lausn Palestínumálsins. Aðeins fáar afskekktar byggðir ísraelskra landnema í Palestínu verða rifnar, en þorrinn verður áfram. … Eins og venjulega hundsar ríkisstjórn Bandaríkjanna alla aðila, sem komu að hinu margumrædda vegakorti, sem átti að fela í sér friðarsamning málsaðila og afturhvarf herja Ísraels til landamæranna frá 1967. Hún hundsar Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið, fyrir utan Palestínumenn. …