Sjaldan hef ég séð embættismann á öðrum eins villigötum og vegamálastjóra. Hreinn Haraldsson þiggur ríkisábyrgð á lánum til Vaðlaheiðarganga og telur hana samt einskis virði í kostnaðarreikningi. Auðvitað er ríkisábyrgð mjög verðmæt. Einkum þegar haft er í huga, að ríkissjóður er á barmi gjaldþrots og nauðsynleg verkefni æpa á peninga. Þannig séð er kostnaður þjóðfélagsins af Vaðlaheiðargöngum ekki tíu milljarðar, heldur fjórtán milljarðar. Þess vegna verður gjaldið fyrir vegferð um göngin hærra en sparnaðurinn við að sleppa króknum um Víkurskarð. Gjaldið þarf að vera 1100 krónur á bílinn.