Steinljón fjögur eru við dyrnar að Arsenal, skipasmíðastöð feneyska flotans. Sitjandi ljónið til vinstri er ættað frá Píreus, hafnarborg Aþenu. Í faxinu á vinstri öxl þess er veggjakrot á norrænu rúnaletri. Þar segir frá sigri Hákonar, Úlfs, Ásmundar, Arnar og Haraldar harðráða í Píreus. Einnig sagt frá fjarveru Dálks, Egils og Ragnars í víkingi í Rúmeníu og Armeníu. Á hægri öxl ljónsins segir, að Haraldur hafi staðið fyrir krotinu. Hann var þá í þjónustu Miklagarðskeisara og herjaði í Grikklandi. Norrænar rúnir Víkinga eru víðar. Hálfdán og Ari krotuðu nöfnin sín í Soffíukirkju í Miklagarði.