Vegna lítilla viðskipta

Punktar

Sá í dag bréf, sem MP banki sendi öndvegiskonu hér í borg. Þar er hún rukkuð um 5.000 krónur á mánuði „vegna lítilla viðskipta“ við bankann. Konan kom af fjöllum. Athugun sýndi, að um nokkurt árabil höfðu 5 kr -fimm krónur- legið eftir á reikningi, sem hún átti. Bankinn ætlaði semsagt að hirða 5.000 krónur á mánuði eða 60.000 krónur á ári fyrir að passa 5 krónur. Þetta er sjálfvirk geðbilun bankarekstrar á Íslandi. Yfirmenn eru siðblindingjar, sem reyna af fremsta megni að hafa fé af fólki. Þegar upp kemst, getur fólk náðarsamlegast sent inn „ósk“ um leiðréttingu. Bankamenn eiga að sitja í gapastokki á torgi.