Veiðimenn á jarðýtum

Punktar

Jarðýtuhugsun stýrir meðferð okkar á auðlindum lands og sjávar. Við þekkjum flumbru Orkuveitunnar og Orkustofnunar. Vitum líka, að fiskur veiðist bara vegna langvinnrar skömmtunar. Ferðaþjónustan hagar sér eins og aðrir, tekur bara og gefur ekki til baka. Fyrirtæki hafa tugmilljóna tekjur á ári af að sýna hellinn Víðgemli. En verja ekki krónu á móti í að verja hann skemmdum. Fyrirtæki hafa tugmilljóna tekjur á ári af að nýta Silfru til köfunar. Hafa ekki varið þangað krónu. Ekki fyrr en núna, að frumkvæði Þingvallanefndar. Af hverju stjórnast Íslendingar af taumlausri græðgi veiðimanns á jarðýtu?