Vekja andúð á kristnum

Punktar

Það er ekki fréttastofa Ríkisútvarpsins, sem vekur upp „fordóma og andúð á kristnu fólki“. Þar eru fremur að verki hinn ofstækisfulli dómkirkjuprestur og hinn fyrrum stríðsglaði dómsmálaráðherra. Nátttröll dagsins standa fyrir bænum, sem stinga í stúf við siðferði fólks. Kaþólska kirkjan var til skamms tíma slíkt nátttröll, sem var notuð til að halda almenningi niðri. Á síðustu árum hefur hún hins vegar víða breytt stefnu og styður alþýðuna. Slíkt á ekki við um farísea Íslands. Þeir eru enn að biðja fyrir kvótagreifum og að gagnrýnendur láti ríkisstjórn bófaflokkanna í friði. Vekja auðvitað andúð á kristnu fólku.