Afastrákarnir eru í ríkisreknum barnaskóla hér í miðbænum í Ghent í Belgíu. Mjög fínn skóli, gerir ýmislegt fyrir útlendinga. Tungumálið er flæmska, en krakkarnir læra frönsku í klukkutíma á dag. Nema afastrákarnir. Þeir fá sérkennara, sem fer með þeim í gönguferð og búðaferð að kenna þeim flæmsku. Skólastjórinn er í portinu á hverjum morgni og talar við foreldra og krakka. Kennararnir tala líka við foreldrana í portinu, daglega ef á þarf að halda. Hér er engin heimavinna, en skólatíminn er langur, 8:30-15:45. Íslenzkir skólar eru betri að einu leyti, afastrákarnir slá öðrum við í reikningi.