Heilsu þjóðarinnar hrakar í samanburði við nágrannalöndin. Fátæklingar hafa margir ekki ráð á að borga sinn hlut í heilsugæzlu. Tannlækningar eru þar fremstar, enda lengi verið einkareknar. Fimmti hver íslenzkur lágtekjumaður neitar sér um tannlækningar. Við erum í sömu stöðu og Búlgarar og Lettar, þjóðir með skörðóttan kjaft. Þetta hrikalega afturhvarf frá velferðinni er óþekkt víðast um Evrópu. Síðan magnast ógæfan, Landsspítalinn rambar á barmi hruns. Þátttaka sjúklinga í kostnaði vex. Fleiri verða einfaldlega að neita sér um þjónustuna. Velferðin hrynur og fólk fer að deyja af þessum sökum.