Velgengni Google leitarvélarinnar á vefnum byggist á annarri gerð auglýsinga en áður tíðkuðust á vefnum, segir Sebastian Mallaby í Washington Post. Í stað æpandi bannera, sem hreyfast og garga eða hoppa frekjulega upp úr skjalinu, birtir Google lítið áberandi auglýsingar, sem stækka og fá betri stað, því fleiri notendur sem klikka á þær. Google reynir ekki heldur að halda notendum hjá sér, heldur vísar þeim beint á síður frumaðila. Fólk, sem notar Google, hefur ekki á tilfinningunni, að verið sé að misnota það. Enda hafa auglýsingatekjur Google tuttugufaldast á þremur árum.