Velgengni og vandi

Punktar

Eldhaf geisar í Evrópusambandinu og evran er að hrynja að mati ofstækishópa á blogginu. Samt er Evrópa að eflast og evran að styrkjast í verði. Í stórum dráttum vegnar Evrópu vel. Evrópusambandið hefur gert kraftaverk í gömlu járntjaldsríkjunum í austri. En vandamál fylgja velgengni. Evran hentar ekki Miðjarðarhafslöndunum meðan þar er lausung í ríkisrekstri. Og frá austrinu kemur aukin spilling og fasismi inn í musterið. Þriðja vandamálið er Barroso og félagar, sem eru of vitgrannir til að reka bandalagið án aðkomu kjósenda. Þeir magna kæruleysi kjósenda um velferð bandalagsins og vekja á því andúð.