Velkomið flóttafólk

Punktar

Íslendingar eru almennt hlynntir móttöku flóttafólks, hlynntari en flestar aðrar þjóðir. Þrír af hverjum fjórum Íslendingum vilja auka viðtöku flóttamanna og einn af hverjum fjórum eru andvígir aukningu. Þetta eru vinsamlegri hlutföll en hjá öðrum mældum þjóðum. Konur og ungt fólk er vinsamlegra í þessum málum en aldraðir karlar. Gestrisnin nær til þess, að meirihluti fólks vill flóttafólk í sitt hverfi. Sjálfur tel ég, að við eigum að auka móttöku flóttafólks. Og auðvelda byggingu mosku í Sogamýri, þótt ég sé andvígur íslam sem trúarbrögðum. Við þurfum bara að taka betur á móti flóttafólkinu, svo það einangrist ekki.