Velkomnir veri hærri skattar

Punktar

Mikið er ég feginn, að ríkisstjórnin vill frekar hækka skatta en skera niður velferð. Sjálfur get ég talizt hátekjumaður og sé ekki eftir sköttum af tagi hátekjuskatta og auðlegðarskatta. Auknir orkuskattar eru sanngjarnir á fyrirtæki, sem fá nánast fría orku. Ef hér væri stjórn Sjálfstæðisflokks og samtaka vinnumarkaðarins, væri velferð skorin að kröfu Gylfa Arnbjörnssonar. Það væri skelfilegt. Nógu grátt hefur frjálshyggja og eftirlitsleysi leikið þjóðina, þótt ekki sé fylgt ráðum sjálfra bófanna við lækninguna. Enga þjóðarsátt er hægt að gera við leifar af dólgafrjálshyggju verkalýðsrekenda.