Þetta verður afleit stjórn, hreint íhald. Deilum um skatta verður slegið á frest með því að hafa þá óbreytta, lágtekjufólki í óhag. Viðurkennt er, að bófar geti verið ráðherrar, Stjórnarskráin verður látin eiga sig, en teygt og togað í liði, sem sátt er um. Kvótarentan verður óbreytt, þjóðinni í óhag, einn þriðji hluti af rentunni í Grænlandi. Verst er, að stjórnarsáttmálinn gildir bara fyrir hækjur, en ekki fyrir stórflokkinn. Ráðherrar hans munu hafa samráð við fjármálaráðherra um að hunza eða fresta framkvæmd liða, sem eru auðgreifum ekki að skapi. Þetta er einmitt stjórnin, sem kjósendur pöntuðu. Líður bezt, þar sem þeir eru kvaldastir.