Velmegun dreifist illa

Punktar

Aukin ferðaþjónusta og auknar byggingar leiða ekki til neins launaskriðs að ráði. Spennan hefur verið jöfnuð með aukinni atvinnu-þátttöku fólks. En einkum þó með innflutningi vinnuafls, sem gerir sér lægri væntingar um kaup. Seðlabankinn hefur líka reynt að halda krónugengi niðri til að hindra launaskrið. Launþegar hafa því ekki fengið aukinn hlut af þessari velmegun. Öryrkjar, öldungar, sjúklingar og húsnæðislausir hafa skertan hlut. Auknar útflutningstekjur hafa því ekki gagnast lágstéttafólki, eingöngu atvinnurekendum. Flutningur vinnuafls milli landa hefur í þrjá áratugi nýfrjálshyggju stöðvað aðild fátæks fólks að aukinni velmegun.