Velmegun hefur aukizt á meginlandi Vestur-Evrópu síðustu ár. Gildir raunar um öll ríki Evrópusambandsins, en einkum um Þýzkaland og Frakkland. Financial Times kallar þetta hljóðláta byltingu. Á tímum pólitískra erfiðleika stendur sambandið sterkum fótum og evran reynist traustur gjaldmiðill. Blaðið spáir sömu framvindu næstu árin. Bretland hins vegar stefnir í fjármála- og efnahagsvanda vegna Brexit, brottfarar úr sambandinu. Undanfarin ár hafa fjölmiðlar spáð illa fyrir sambandinu og gjaldmiðli þess. En nú er það að breytast. Ég sé í þessu merki um, að Evrópa sé að hverfa frá auðhyggju. Að byrja að vinna meira fyrir almenning.