Vélrænn réttur

Punktar

Níu sinnum líklegra er, að atkvæði svertingja komist ekki til skila en atkvæði hvítra manna. Fimm sinnum líklegra er, að atkvæði spönskumælandi fólks komist ekki til skila en atkvæði hvítra manna. Þetta segir Electronic Frontier Foundation, sem hefur rannsakað bilanir og villur í kosningavélum í fátækrahverfum. Vélarnar eru í lagi í auðmannahverfum. Milljónir atkvæða fóru forgörðum um daginn, þar á meðal í Virgínu, þar sem munaði mjóu. Sumar vélar hafa ekki pappírsslóð fyrir endurtalningu. Kosningavélar gera atkvæði repúblikana meira virði en atkvæði demókrata.