Víglína Evrópu og Ameríku liggur þvert um Ísland. Annars vegar vill Verzlunarráðið lækka skatta í 15% og rústa velferðinni að bandarískum hætti og hins vegar vilja aðrir verja arfleifð velferðarinnar, þótt hún geti að sumu leyti staðið í vegi framfara hins óhefta markaðshagkerfis. … Sumir vilja leysa vandamál með samningum við umheiminn, aðrir vilja fara í stríð við hann. Sumir leggja mesta áherzlu á frístundir, aðrir setja vinnuna í æðri sess. Sumir vilja sem mestan hagvöxt í krónum, en aðrir meta meira önnur gildi, sem ekki verða mæld í peningum, svo sem umhverfið. …