„Vér mótmælum öll“

Punktar

Flest árin hefur sautjándi júní verið hvimleiðasti dagur ársins. Þjóðrembingar þenja sig á torgum og ljúga um ágæti forveranna. Pabbar kaupa blöðrur og börnin éta heimsins verstu pylsur. Lúðrasveitir þramma út úr takti. Sú breyting varð árið 2009, að stjórnarfari var mótmælt og gert hróp að forsætisráðherra. Nú á aftur að lífga upp á daginn og nota hann til að láta valdastéttina heyra það. Frábært er, ef í vana kemst að nota daginn til að gera eitthvað, sem skiptir máli. Sérstaklega ef það til hátíðarbrigða reitir þjóðrembingana til reiði. Einkunnarorð dagsins minna á Jón Sigurðsson og segja: „Ríkisstjórnin burt – vér mótmælum öll.“