Verð hækkar – ekki laun

Punktar

Stóraukin eftirspurn veldur því, að gisting á Íslandi hefur hækkað í verði um 60% á tveimur árum, 2015-2017. Ekki virðast laun valda þessari hækkun. Kvörtunum til verkalýðsfélaga um vangreiðslur launa hefur fjölgað á þessum tíma. Unglingar og útlendingar fá ekki laun eftir samningum. Einkum eru frádráttarliðir notaðir eða starfsfólk talið vera sjálfboðaliðar. Verkalýðsfélög virðast ekki ráða við græðgi atvinnurekenda. Þurfa hjálp frá ríkisvaldinu, svo sem aðstoð lögreglunnar. Svipað er raunar að segja um byggingaiðnaðinn. Þar er víða útlendingum greitt lægra kaup en samningar gera ráð fyrir. Græðgi er svartur blettur á íslenzku atvinnulífi.