Evrópusambandið verður að svara kalli fólks um aukið lýðræði. Angela Merkel er að drepa sambandið með andstöðu sinni við aukið vald þingsins á kostnað framkvæmdastjóranna. Þingið er vissulega óþægilegt og verður enn rustalegra eftir kosningar þessa árs. En gagnrýni þess sýnir þann napra sannleika, að heimskir forstjórar hlusta ekki og fæla fólk frá sambandinu. Þráskák milli stjórnar og þings leiðir bara til úrsagna ríkja og endar í hægfara andláti sambandsins. Kjósendur þurfa að hafa á tilfinningunni, að sambandið sé einkum fyrir þá. Nái sambandið ekki að virkja velvilja almennings, er úti um það.