Verða ekki gómaðir

Punktar

Enn er von um, að bankamenn og útrásargreifar sæti fangelsi fyrir óhæfuverk í aðdraganda hrunsins. Dómur Hæstaréttar um fjögurra ára fangelsi Exeter-bófa eflir væntingar. Vitum þó ekki, hvernig ábyrgð skiptist milli bankabófa og útrásarbófa. Dofnað hafa væntingar um ábyrgð annarra. Pólitísk ábyrgð er úr sögunni, aðeins Geir H. Haarde var sakfelldur og hlaut ekki fangelsisdóm. Einn skriffinnur situr inni og ekki eru horfur á fleirum. Tæknimenn hrunsins virðast sleppa, lagatæknar, bókhaldstæknar og hagtæknar. Engin merki eru um, að stjórar lífeyrissjóða og sparisjóða verði gómaðir. DO og ÓRG sluppu líka.