Verður þjóðin steindauð?

Punktar

Enn einu sinni hefur hægra fólk burstað vinstra fólk í kosningum stúdenta í Háskóla Íslands. Þrátt fyrir hrun og hugmynda-gjaldþrot hægri stefnunnar í kreppu Vesturlanda. Fólk hugsar um sinn rass, þótt það ætti að vera úti á götuvígjum að bylta sukki og svínaríi valdakerfisins. Mér er sama, þótt vinstra liðið sé aumt og fast í femínisma og öðrum kreddum. Svona burst á ekki að vera mögulegt, þegar allir hafa séð öfgar græðginnar. Verra er, að hvergi örlar á stuðningi við ný sjónarmið. Þarna ná gamla hægrið og gamla vinstrið kjöri. Hvar eru píratar, stjórnleysingjar og aðrir speglabrjótar?