Verið hrædd við kjúklinga

Fjölmiðlun

Verið þið hrædd, segir Fréttablaðið í drottningarviðtali í dag. Fjallar um sýkingar, sem steðja að okkur, ef við flytjum inn kjúklingakjöt. Þar talar Bjorn@frettabladid.is við hagsmunaaðila án þess að nefna gagnrök yfirvalda. Jarle Reiersen hjá Reykjagarði segir kamfýlóbakter sýkil munu flæða um landið, ef tekin verði upp evrópsk matvælalög. Hlýtur að valda áhyggjum herskaranna, sem hafa ferðazt um Evrópu og úðað í sig ódýrum kjúklingum. Einkum þeim, sem hafa gert það á sólarströndum, skæðasta kamfýlóstað Evrópu að mati Fréttablaðsins. Þetta er kranablaðamennska og innantómur áróður.