Mér kemur ekki á óvart, að forseti Alþýðusambandsins hafi flækzt í fyrirtæki í Luxembourg og Tortola. Gylfi Arnbjörnsson hefur lengi komið mér fyrir sjónir sem framlengdur armur Samtaka atvinnulífsins. Raunar hef ég efasemdir um Alþýðusambandið í heild, einkum hagfræðinga þess. Hlustaði á einn þeirra á ráðstefnu ungkrata í Háskólanum í vetur. Undraðist samsvörun hans við frjálshyggju gamla tímans. Held, að Alþýðusambandið undir stjórn Gylfa sé á hagfræðilegum villigötum. Það hossar stóriðju, lítur á hana sem lausn allra mála. Samt var það smárekstur, sem stóð undir okkur, þegar risarnir hrundu.