60 bloggarar eiga um 70% af lestri bloggs. Flestir hafa þeir eitthvað til málanna að leggja. Margir eru fljótir að taka afstöðu til aðvífandi mála. Hálftími fer á dag í að lesa þetta blogg, sem er uppbyggilegra en hálftími í lestri blaðagreina. Blogg er orðið þroskaður vettvangur skoðanaskipta. Blogg fyrir ættingja og vini er á undanhaldi og unga fólkið er lítið í bloggi. Þetta fólk er komið á fésbók og talar þar við ættingja, vini og kunningja. Þar útvarpar fólk persónu sinni og þar er stemmningin. Þar var IceSave kolfellt. Skýr er verkaskipting skoðana í bloggi og stemmningar á fésbók.