Búinn að týna enskri bók um vísindi á alþýðumáli. Þar var meðal annars sagt, að vinstri handar vettlingur, sem færi kringum heiminn, kæmi til baka sem hægri handar vettlingur. Innhverfa yrði úthverfa, og svo framvegis. Þetta var einhver Einsteinsk skýring, sem ég skildi ekki. Hins vegar tel ég, að þetta geti átt við pólitíkina. Hægri maður, sem fer svo langt til hægri, að hann missir jarðsamband og þýtur umhverfis heiminn, kemur til baka sem vinstri maður. Og öfugt. Höfum við ekki dæmi um, að fólk færi sig af einum jaðri til þess eins að birtast aftur á hinum jaðrinum. Er það Einsteinskt?