Ríkisstjórnin þarf að þjappa þjóðinni saman. Fólk verður að vilja vinna að hagsmunum heildarinnar eftir hrunið. Út í hött er, að stéttir á borð við flugvirkja og flugumferðartjóra fari í verkfall. Enn verra er, að forstjóri Alþýðusambandsins tali eins og skæruliði atvinnurekenda. Þetta er siðlaust lið. Mest ábyrgð hvílir á stjórninni sjálfri. Hún hefur ekki þá reisn og siðferðisstyrk, sem þarf til að safna þjóðinni saman. Ömurlegust er Jóhanna Sigurðardóttir, sem bara getur tuðað. Hún talar eins og hún hafi ekki verið við völd í ár. Því grafa landráð græðgishópa undan henni og ríkisstjórninni.