Verkföll með vorinu

Punktar

Andstæðingum búss í búðir fjölgar með hverju árinu og eru í miklum meirihluta. Alþingi og fésbók geta því hætt að uppfylla þrasþörf þjóðarinnar með þvaðri um bús í búðir. Geta snúið sér að mikilvægari málum, til dæmis óforskammaðri 50% launahækkun alþingismanna. Jón Þór Ólafsson, þingmaður pírata, hefur ítrekað krafizt lagabreytingar um lækkun þessara ofurlauna. En málið fæst ekki tekið á dagskrá alþingis. Stjórnarmeirihlutinn telur, að annað eigi að gilda um þá en aðra landsmenn. Hlaupastrákar Sjálfstæðisflokksins á fésbók reyna að níða Jón Þór niður fyrir framtak hans. Svo verða sjálfsagt stór verkföll með vorinu.