Vestrænt ríkisvald mun á næstu árum standa andspænis hertum kröfum um strangara eftirlit með múslimum. Hryðjuverkin í Írak eru olía á þann eld. Í Bretlandi lýsir forsætis yfir, að bannað verði að lýsa stuðningi við öfgasamtök múslima, svo sem Ríki Íslams. Íslenzka ríkið verður fyrr eða síðar að taka á málunum. Erfitt er að banna skoðanir, þótt brezka stjórnin virðist vilja það. Banna má þó verklegan stuðning við grófustu öfga, svo sem hjá múslimum. Banna verklegan stuðning við sharia-lög, undirgefni kvenna, forskriftir um fatnað, limlestingu kynfæra, heiðursmorð á dætrum og svo framvegis. Slíkt þarf að gera í tæka tíð.