Verklítil ríkisstjórn

Punktar

Stjórnarmeirihlutinn hefur engu komið í verk á einu ári öðru en lækkun skatta á greifum, einkum kvótagreifum. Lækkaði strax auðlindarentu og auðlegðarskatt og er nú enn að lækka auðlindarentu. Á móti er velferð skorin niður, sárast í heilbrigðismálum. Loforð hefa engin enn verið efnd, eru öll enn í nefnd. Ljóst er, að enginn reikningur verður sendur svokölluðum hrægömmum. Afslátt af forsendubresti greiða skuldarar sjálfir af séreignasparnaði, ef þeir eiga hann. Og skattgreiðendur. Aðgerðir í húsnæðismálum falla á skattgreiðendur. Enn er allt í nefndum og engum efndum, en af fjalli loforða fæðist bara mús.