Verklok vinstri grænna

Punktar

Vinstri græn eru skrítin sem flokkur. Geta ekki staðið við stefnu sína um þjóðareign á kvóta og vatni. Sumpart vegna þvermóðsku eins af ráðherrunum, Jóns Bjarnasonar. Getur ekki knúið fram lyklafrumvarp Lilju Mósesdóttur, né frumvarp um skuldafyrningu og hópmálsóknir. Sumpart af því að flokkurinn er örmagna í ríkisstjórn vegna hörku stjórnarandstöðunnar. Líka hlaupa ýmsir þingmenn flokksins út og suður og gera ríkisstjórnina að minnihlutastjórn. Sem vopn lítilmagnans í valdakerfinu er flokkurinn búinn að vera. Hann hefur gert það sem hann getur. Afganginn af hugsjónum sínum mun hann svíkja.