Verksmiðjufæðið verst

Megrun

Steinaldarfæði er vitaskuld hollt, líklega hollara en annað fæði. Því fjær, sem maður kemst nútímanum, þeim mun betra. Það er einföld formúla, sem mikið er til í. En erfitt er það fæði í framkvæmd, því að þá færi allt korn úr fæði þínu, öll hrísgrjón, allar kartöflur. Mér finnst ótrúlegt, að þetta séu beinlínis fíkniefni, nema þá fínmalað eða fínvalsað úr verksmiðjum, sem eru yngra fyrirbæri. Fyrir matarfíkla sé einfaldara að fara bara aftur fyrir verksmiðjutímann, ekki alla leið aftur fyrir innreið akuryrkju. En viljirðu ákveðið vera á steinaldarfæði, kemur það örugglega ekki í veg fyrir árangur.