Verktakar sleppa

Punktar

Stóru blokkirnar við Skúlagötu rýra lífsgæði íbúa í Skuggasundi, sem áður horfðu út á sjó. Blokkirnar við Sóltún rýra lífsgæði íbúa á Teigunum. Þannig fer alltaf, þegar nýjum stórhýsum er klesst innan um gömul og lítil hús. Borgaryfirvöld eru með þessu ekki beinlínis að taka nýja íbúa fram yfir gamla, heldur eru þau að þjónusta verktaka, sem þyrstir í að selja íbúðir “á góðum stað”. Mest hungrar verktaka í að byggja úti í sjó og geta selt útsýni á kostnað þeirra, sem missa útsýnið. Verktakar borga ekki skaðabætur og ekki ágang sjávar. Því síður nauðsynleg umferðarmannvirki.